Hamar vann í kvöld á Haukum í stórslag Iceland Express-deildar kvenna í kvöld. KR er enn taplaust eftir öruggan sigur á Keflavík.
Haukarnir voru með forystuna þegar skammt var til leiksloka. Þá tók Koren Schram til sinna mala og minnkaði fjögurra stiga forystu Hauka í eitt með þriggja stiga körfu þegar tólf sekúndur voru til leiksloka.
Hún stal svo boltanum þegar fimm sekúndur voru til leiksloka og fiskaði villu á einn leikmann Hauka. Hún fékk að launum þrjú vítaskot og nýtti tvö þeirra. Það dugði til að koma Hamar yfir, 85-84.
Haukar áttu síðustu sókn leiksins en í henni náði Hanna Hálfdánardóttir að verja skot Heather Ezell á lokasekúndu leiksins.
Valur vann Njarðvík, 55-54, í framlengdum leik og Grindavík lagði Snæfell á útivelli, 73-62. KR vann Keflavík, einnig á útivelli, 62-46.