Lífið

Loftbelgjahjón kærð fyrir vanrækslu á barninu sínu

Lögreglustjórinn er ekki sáttur.
Lögreglustjórinn er ekki sáttur.

Lögreglustjórinn Jim Alderden í Larimer sýslu, Colarado í Bandaríkjunum tilkynnti í dag að Rihard Heeneog kona hans, Mayumi Heene yrðu kærð vegna gabbs. Þau lugu að fjölmiðlum og lögreglu að barnið þeirra sæti fast í stjórnlausum loftbelg sem sveif yfir sýslunni í síðustu viku. Drengurinn, Falcon, sagðist hafa falið sig í bílskúrnum þar sem hann sofnaði.

Allt þetta reyndist eitt stórt gabb, sem að virðist var til þess að auglýsa raunveruleikaþátt. Þá munu hjónin einnig verða kærð fyrir vanrækslu á barninu sínu og hafa félagsmálayfirvöld verið látin vita vegna þessa.

Lögreglustjórinn sagðist ætla fá hvern einasta dollar til baka sem fór í að reyna bjarga barninu. Hjónin gætu mest átt von á sex ára fangelsi og fimm hundruð þúsund dala sekt fyrir uppátækið.

Sjálfur sagði Alderden að það væri ólíklegt að einhver þyrfti að sitja af sér vegna málsins en hjónin eru með hreina sakaskrá.

Svo virðist sem Richard hafi skipulagt hrekkinn í tvær vikur.

Lögreglustjóranum var ekki skemmt vegna málsins heldur sagði hann í viðtali við fjölmiðla vestra: „Það má vera að hann sé brjálaður, en hann er enginn prófessor.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.