Innlent

Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng

Davíð Smári Helenarson.
Davíð Smári Helenarson.

Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum.

Þá hefur Davíð, oft kallaður Dabbi Grensás, einnig verið ákærður fyrir eina líkamsárás til viðbótar. Þá á hann að hafa slegið einstakling í höfuðið fyrir utan Hressingaskálann í Austurstræti í október á síðasta ári. Þá hefur hann verið ákærður fyrir eignaspjöll þegar hann á að hafa brotið rúðu í eldhúsglugga í mars.

Davíð hefur áður verið kærður og dæmdur fyrir líkamsárásir, meðal annars fyrir árás á landsliðsmanninn í fótbolta, Hannes Þ. Sigurðsson. Einnig var hann bendlaður við árás á skemmtistaðnum Apótekinu þar sem karlmaður var fótbrotinn inni á klósetti.

"Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg augljóst. Þetta er bara endapunktur," sagði Davíð Smári fullur iðrunar í samtali við Kastljósið rétt fyrir síðustu jól eftir að hafa ráðist á knattspyrnudómara í kappleik síðasta þar síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×