Sport

Björgvin og Stefán Jón úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Jón Sigurgeirsson.
Stefán Jón Sigurgeirsson. Nordic Photos / Getty Images

Björgvin Björgvinsson og Stefán Jón Sigurgeirsson féllu báðir úr leik í keppni í stórsvigi á HM í alpagreinum sem fer fram í Val d'Isere í Frakklandi.

Björgvin var með rásnúmer 38 og Stefán Jón 74. Alls féllu 20 keppendur úr leik en alls voru 75 keppendur skráðir til leiks.

Athygli vakti að sá sem fór síðastur af stað, Japaninn Naoki Yuasa, náði 29. sæti í fyrri ferðinni og verður því annar í rásröðinni í síðari ferðinni sem hefst klukkan 12.30.

Carlo Janka frá Sviss náði besta tímanum í fyrri ferðinni, 1:08,25 mínútur. Benjamin Raich frá Austurríki kom næstur tæpri hálfri sekúndu á eftir og Ítalinn Massimilliano Blardone var þriðji tæpri sekúndu á eftir Janka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×