Innlent

Papeyjarsmyglið: Skútumenn áfram í gæsluvarðhaldi

Mynd/Pjetur

Jónas Árni Lúðvíksson og Pétur Kúld Pétursson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 12. júní en þeir eru grunaðir um að hafa siglt á gúmmíbát út í Papey til móts við skútuna Sirtaki til þess að sækja rúm hundrað kíló af fíkniefnum um miðjan apríl.

Mennirnir hafa setið í gæsluvarðahaldi frá 20. apríl en á grundvelli rannsóknarhagsmuna fór lögreglan fram á áframhaldandi gæsluvarðhald.

Báðir hafa þeir kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Fjórir karlar til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á sama máli.

Fyrr í dag sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, í samtali við fréttastofu að rannsókn málsins væri langt komin en hún væri þó ekki á lokastigi.


Tengdar fréttir

Papeyjarsmygl: Vilja skútumenn áfram í gæsluvarðhald

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gerir fastlega ráð fyrir því að krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum úr Papeyjarsmyglinu svokallaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×