Viðskipti erlent

Skosk athafnakona kaupir Blooming Marvellous

Verslunarkeðjan Blooming Marvellous hefur verið seld til skosku athafnakonunnar Elaine McPherson. Keðjan sem verslar með föt og vörur fyrir sængurkonur og nýbura var í eigu Kcaj fjárfestingarfélagsins sem aftur er að mestu í eigu Milestone.

Blooming Marvwllous varð gjaldþrota eftir áramótin og komu skiptastjórarnir frá félaginu MCR. Hefur síðan verið unnið að sölu á búðum og eignum Blooming Marvellous en búðirnar eru 14 talsins.

Philip Duffy hjá MCR segir í samtali við Financial Times að tilboð McPherson í verslunarkeðjuna hafi verið metið það besta sem völ var á í stöðunni. „Tilboðið var ekki aðeins það hæsta sem kom heldur mun kaupandinn koma með mikla og góða reynslu inn í reksturinn," segir Duffy.

McPherson, sem er fyrrum stjórnandi MK One, segir að kaupin séu gott tækifæri til að eignast vörumerki sem sé þekkt og sterkt þrátt fyrir erfiðleika á markaðinum að undanförnu.

Kcaj var stofnað af Jón Scheving Thorsteinssyni og var lengi í eigu fjárfestingarfélags hans Arev áður en meirihluti sjóðsins var seldur til Milestone í fyrra. Nöfnin Kacj og Arev eru tekin úr sjónvarpsþáttunum Coronation Street.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×