Þjóðin á skýrsluna Stefán Jón Hafstein skrifar 18. desember 2009 06:00 Stefán Jón Hafstein skrifar um skýrslu rannsóknarnefndar um bankahrunið. Verstu fréttir sem nokkur nefnd getur fært þjóð sinni." (Páll Hreinsson, formaður rannsókarnefndar um Hrunið). Við vitum orðið svo margt um Hrunið - og það er skelfilegt. Rannsóknarnefndin sem Alþingi skipaði mun væntanlega kortleggja og tímasetja mínútu fyrir mínútu hvernig rangar ákvarðanir og vanhæfni á öllum stigum leiddu þessa litlu þjóð fram af hengiflugi. Engin ástæða er til að óttast kattarþvott því alltof margir vita alltof margt nú þegar. Séu tíðindin jafn vond og formaður nefndarinnar hefur varað við þarf ríkisstjórn og Alþingi að gera viðbragðsáætlun. Rík ástæða er til að vara afleiðingum af því að hefðbundin íslensk „umræðuhefð" stjórni uppgjörinu. Smjörklípumeistarar eru tilbúnir, fjölmiðlar veikburða, bloggheimar óáreiðanlegir og þúsund og ein ræða um ICESAVE á Alþingi bendir ekki til að sá fundarsalur nægi. Gæta verður þess að þeir sem hafa hagsmuni af því að draga úr fólki mátt, svipta trú á framtíð Íslands og fæla það frá þátttöku í mótun Nýja Íslands nái ekki að eyðileggja þetta tækifæri til heiðarlegs uppgjörs með því að steypa öllu í rugl. Umræðuvaldið til fólksinsMeginkjarni málsins er þessi: Þótt formlega skili nefndin skýrslu sinni til Alþingis, þá á þjóðin þessa skýrslu. Hún er til þjóðarinnar. Alþingi, sem ber hluta sakarinnar, þarf auðvitað að fara með hana í skipulegan farveg og níu manna nefnd allra flokka sýnist í lagi. Forseti þingsins hefur gert grein fyrir þessari hlið málsins með skýrum hætti. En Alþingi verður að skilja að þjóðin er ekki áhorfandi að uppgjörinu. Viðbragðsáætlun í þá átt sem hér er lýst gæti gagnast: 1) Skýrslan í heild er birt á Netinu samtímis því að hún er afhent Alþingi. Nefndin birtir líka, samtímis, vandaða samantekt um meginniðurstöður sem hvaða meðalmaður getur lesið á hálftíma. Prentuð útgáfa skýrslu og samantektar liggi fyrir á öllum bókasöfnum - strax. Sama dag sýna sjónvarpsstöðvarnar ítarlega heimildarmynd um niðurstöðu skýrslunnar, sem unnin er fyrirfram. Þetta er gert til að almenningur sé á sama rásmarki og spunakerlingar og leiðarasmiðir. 2) Rannsóknarnefndin heldur í kjölfarið opna fundi í 2-4 helstu þéttbýlisstöðum þar sem almenningi gefst kostur á að spyrja beint og milliliðalaust um efni og tilurð skýrslunnar. Frá þessum fundum er auðvitað útvarpað og sjónvarpað. Boðið er upp á símatíma í útvarpi til upplýsingar. Þessir fundir eru vandlega skipulagðir og stýrt af festu. Byrjað í Háskólabíói. Þetta mun gera mikið til að auka trúverðugleika nefndarmanna og færa umræðuna á jafn vitrænt plan og skýrslan gefur tilefni til. 3) Heimasíða skýrslunnar er þannig gerð að almenningur getur kynnt sér samantektina og skýrsluna í heild, og komið á framfæri athugasemdum og ábendingum undir nafni, þannig að aðrir geti skoðað og tekið afstöðu til. Þannig verður til „þjóðfundur" á Netinu. Nauðsynlegt er að málsgreinar skýrslunnar séu tölusettar og hægt að setja inn athugasemdir við hvern tölulið. Á stuttum tíma mun koma í ljós hvort skýrslan fullnægir kröfum að bestu manna yfirsýn, ekki bara þeirra sem nú hafa drögin undir höndum til að gera athugasemdir við. 4) Hugsanlega skilar nefndin fyrst lokadrögum (ekki fullnaðarskýrslu) sem birt eru Alþingi og almenningi samtímis; nefndin kallar eftir athugasemdum. Búast má við að í meira en 1000 bls. skýrslu séu einhverjar yfirsjónir og villur sem auðvelt er að leiðrétta. Þá má líka reikna með að áður óþekktar heimildir komi fram um einstök mál; a.m.k. er rétt að gefa því tækifæri. Þetta er leið til að komast hjá því að smjörklípur taki völdin í umræðunni strax á fyrstu dögum. Að loknu upplýsinga- og umræðuferli ákveður nefndin hvort ástæða sé til að hagga einhverju í skýrslunni, ef ekki, stendur hún sem lokaplagg. 5) Allt undirliggjandi efni er birt, nema sérstakar ástæður varni því, svo sem ríkisleyndarmál eða viðkvæm einkamál. Alþingi mun eftir sem áður ákveða formlega málsmeðferð. Ekki verður stofnaður alþýðudómstóll. Með einhverri aðferð í líkingu við þá sem hér er lýst er bæði upplýsingin og umræðuvaldið færð út til þjóðarinnar. Þar með verður skýrslan hugsanlega sá hreinsunareldur sem þörf er á. Loksins vottaði fyrir því sem hægt er að kalla Nýja Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Stefán Jón Hafstein skrifar um skýrslu rannsóknarnefndar um bankahrunið. Verstu fréttir sem nokkur nefnd getur fært þjóð sinni." (Páll Hreinsson, formaður rannsókarnefndar um Hrunið). Við vitum orðið svo margt um Hrunið - og það er skelfilegt. Rannsóknarnefndin sem Alþingi skipaði mun væntanlega kortleggja og tímasetja mínútu fyrir mínútu hvernig rangar ákvarðanir og vanhæfni á öllum stigum leiddu þessa litlu þjóð fram af hengiflugi. Engin ástæða er til að óttast kattarþvott því alltof margir vita alltof margt nú þegar. Séu tíðindin jafn vond og formaður nefndarinnar hefur varað við þarf ríkisstjórn og Alþingi að gera viðbragðsáætlun. Rík ástæða er til að vara afleiðingum af því að hefðbundin íslensk „umræðuhefð" stjórni uppgjörinu. Smjörklípumeistarar eru tilbúnir, fjölmiðlar veikburða, bloggheimar óáreiðanlegir og þúsund og ein ræða um ICESAVE á Alþingi bendir ekki til að sá fundarsalur nægi. Gæta verður þess að þeir sem hafa hagsmuni af því að draga úr fólki mátt, svipta trú á framtíð Íslands og fæla það frá þátttöku í mótun Nýja Íslands nái ekki að eyðileggja þetta tækifæri til heiðarlegs uppgjörs með því að steypa öllu í rugl. Umræðuvaldið til fólksinsMeginkjarni málsins er þessi: Þótt formlega skili nefndin skýrslu sinni til Alþingis, þá á þjóðin þessa skýrslu. Hún er til þjóðarinnar. Alþingi, sem ber hluta sakarinnar, þarf auðvitað að fara með hana í skipulegan farveg og níu manna nefnd allra flokka sýnist í lagi. Forseti þingsins hefur gert grein fyrir þessari hlið málsins með skýrum hætti. En Alþingi verður að skilja að þjóðin er ekki áhorfandi að uppgjörinu. Viðbragðsáætlun í þá átt sem hér er lýst gæti gagnast: 1) Skýrslan í heild er birt á Netinu samtímis því að hún er afhent Alþingi. Nefndin birtir líka, samtímis, vandaða samantekt um meginniðurstöður sem hvaða meðalmaður getur lesið á hálftíma. Prentuð útgáfa skýrslu og samantektar liggi fyrir á öllum bókasöfnum - strax. Sama dag sýna sjónvarpsstöðvarnar ítarlega heimildarmynd um niðurstöðu skýrslunnar, sem unnin er fyrirfram. Þetta er gert til að almenningur sé á sama rásmarki og spunakerlingar og leiðarasmiðir. 2) Rannsóknarnefndin heldur í kjölfarið opna fundi í 2-4 helstu þéttbýlisstöðum þar sem almenningi gefst kostur á að spyrja beint og milliliðalaust um efni og tilurð skýrslunnar. Frá þessum fundum er auðvitað útvarpað og sjónvarpað. Boðið er upp á símatíma í útvarpi til upplýsingar. Þessir fundir eru vandlega skipulagðir og stýrt af festu. Byrjað í Háskólabíói. Þetta mun gera mikið til að auka trúverðugleika nefndarmanna og færa umræðuna á jafn vitrænt plan og skýrslan gefur tilefni til. 3) Heimasíða skýrslunnar er þannig gerð að almenningur getur kynnt sér samantektina og skýrsluna í heild, og komið á framfæri athugasemdum og ábendingum undir nafni, þannig að aðrir geti skoðað og tekið afstöðu til. Þannig verður til „þjóðfundur" á Netinu. Nauðsynlegt er að málsgreinar skýrslunnar séu tölusettar og hægt að setja inn athugasemdir við hvern tölulið. Á stuttum tíma mun koma í ljós hvort skýrslan fullnægir kröfum að bestu manna yfirsýn, ekki bara þeirra sem nú hafa drögin undir höndum til að gera athugasemdir við. 4) Hugsanlega skilar nefndin fyrst lokadrögum (ekki fullnaðarskýrslu) sem birt eru Alþingi og almenningi samtímis; nefndin kallar eftir athugasemdum. Búast má við að í meira en 1000 bls. skýrslu séu einhverjar yfirsjónir og villur sem auðvelt er að leiðrétta. Þá má líka reikna með að áður óþekktar heimildir komi fram um einstök mál; a.m.k. er rétt að gefa því tækifæri. Þetta er leið til að komast hjá því að smjörklípur taki völdin í umræðunni strax á fyrstu dögum. Að loknu upplýsinga- og umræðuferli ákveður nefndin hvort ástæða sé til að hagga einhverju í skýrslunni, ef ekki, stendur hún sem lokaplagg. 5) Allt undirliggjandi efni er birt, nema sérstakar ástæður varni því, svo sem ríkisleyndarmál eða viðkvæm einkamál. Alþingi mun eftir sem áður ákveða formlega málsmeðferð. Ekki verður stofnaður alþýðudómstóll. Með einhverri aðferð í líkingu við þá sem hér er lýst er bæði upplýsingin og umræðuvaldið færð út til þjóðarinnar. Þar með verður skýrslan hugsanlega sá hreinsunareldur sem þörf er á. Loksins vottaði fyrir því sem hægt er að kalla Nýja Ísland.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar