Þjóðin á skýrsluna Stefán Jón Hafstein skrifar 18. desember 2009 06:00 Stefán Jón Hafstein skrifar um skýrslu rannsóknarnefndar um bankahrunið. Verstu fréttir sem nokkur nefnd getur fært þjóð sinni." (Páll Hreinsson, formaður rannsókarnefndar um Hrunið). Við vitum orðið svo margt um Hrunið - og það er skelfilegt. Rannsóknarnefndin sem Alþingi skipaði mun væntanlega kortleggja og tímasetja mínútu fyrir mínútu hvernig rangar ákvarðanir og vanhæfni á öllum stigum leiddu þessa litlu þjóð fram af hengiflugi. Engin ástæða er til að óttast kattarþvott því alltof margir vita alltof margt nú þegar. Séu tíðindin jafn vond og formaður nefndarinnar hefur varað við þarf ríkisstjórn og Alþingi að gera viðbragðsáætlun. Rík ástæða er til að vara afleiðingum af því að hefðbundin íslensk „umræðuhefð" stjórni uppgjörinu. Smjörklípumeistarar eru tilbúnir, fjölmiðlar veikburða, bloggheimar óáreiðanlegir og þúsund og ein ræða um ICESAVE á Alþingi bendir ekki til að sá fundarsalur nægi. Gæta verður þess að þeir sem hafa hagsmuni af því að draga úr fólki mátt, svipta trú á framtíð Íslands og fæla það frá þátttöku í mótun Nýja Íslands nái ekki að eyðileggja þetta tækifæri til heiðarlegs uppgjörs með því að steypa öllu í rugl. Umræðuvaldið til fólksinsMeginkjarni málsins er þessi: Þótt formlega skili nefndin skýrslu sinni til Alþingis, þá á þjóðin þessa skýrslu. Hún er til þjóðarinnar. Alþingi, sem ber hluta sakarinnar, þarf auðvitað að fara með hana í skipulegan farveg og níu manna nefnd allra flokka sýnist í lagi. Forseti þingsins hefur gert grein fyrir þessari hlið málsins með skýrum hætti. En Alþingi verður að skilja að þjóðin er ekki áhorfandi að uppgjörinu. Viðbragðsáætlun í þá átt sem hér er lýst gæti gagnast: 1) Skýrslan í heild er birt á Netinu samtímis því að hún er afhent Alþingi. Nefndin birtir líka, samtímis, vandaða samantekt um meginniðurstöður sem hvaða meðalmaður getur lesið á hálftíma. Prentuð útgáfa skýrslu og samantektar liggi fyrir á öllum bókasöfnum - strax. Sama dag sýna sjónvarpsstöðvarnar ítarlega heimildarmynd um niðurstöðu skýrslunnar, sem unnin er fyrirfram. Þetta er gert til að almenningur sé á sama rásmarki og spunakerlingar og leiðarasmiðir. 2) Rannsóknarnefndin heldur í kjölfarið opna fundi í 2-4 helstu þéttbýlisstöðum þar sem almenningi gefst kostur á að spyrja beint og milliliðalaust um efni og tilurð skýrslunnar. Frá þessum fundum er auðvitað útvarpað og sjónvarpað. Boðið er upp á símatíma í útvarpi til upplýsingar. Þessir fundir eru vandlega skipulagðir og stýrt af festu. Byrjað í Háskólabíói. Þetta mun gera mikið til að auka trúverðugleika nefndarmanna og færa umræðuna á jafn vitrænt plan og skýrslan gefur tilefni til. 3) Heimasíða skýrslunnar er þannig gerð að almenningur getur kynnt sér samantektina og skýrsluna í heild, og komið á framfæri athugasemdum og ábendingum undir nafni, þannig að aðrir geti skoðað og tekið afstöðu til. Þannig verður til „þjóðfundur" á Netinu. Nauðsynlegt er að málsgreinar skýrslunnar séu tölusettar og hægt að setja inn athugasemdir við hvern tölulið. Á stuttum tíma mun koma í ljós hvort skýrslan fullnægir kröfum að bestu manna yfirsýn, ekki bara þeirra sem nú hafa drögin undir höndum til að gera athugasemdir við. 4) Hugsanlega skilar nefndin fyrst lokadrögum (ekki fullnaðarskýrslu) sem birt eru Alþingi og almenningi samtímis; nefndin kallar eftir athugasemdum. Búast má við að í meira en 1000 bls. skýrslu séu einhverjar yfirsjónir og villur sem auðvelt er að leiðrétta. Þá má líka reikna með að áður óþekktar heimildir komi fram um einstök mál; a.m.k. er rétt að gefa því tækifæri. Þetta er leið til að komast hjá því að smjörklípur taki völdin í umræðunni strax á fyrstu dögum. Að loknu upplýsinga- og umræðuferli ákveður nefndin hvort ástæða sé til að hagga einhverju í skýrslunni, ef ekki, stendur hún sem lokaplagg. 5) Allt undirliggjandi efni er birt, nema sérstakar ástæður varni því, svo sem ríkisleyndarmál eða viðkvæm einkamál. Alþingi mun eftir sem áður ákveða formlega málsmeðferð. Ekki verður stofnaður alþýðudómstóll. Með einhverri aðferð í líkingu við þá sem hér er lýst er bæði upplýsingin og umræðuvaldið færð út til þjóðarinnar. Þar með verður skýrslan hugsanlega sá hreinsunareldur sem þörf er á. Loksins vottaði fyrir því sem hægt er að kalla Nýja Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Stefán Jón Hafstein skrifar um skýrslu rannsóknarnefndar um bankahrunið. Verstu fréttir sem nokkur nefnd getur fært þjóð sinni." (Páll Hreinsson, formaður rannsókarnefndar um Hrunið). Við vitum orðið svo margt um Hrunið - og það er skelfilegt. Rannsóknarnefndin sem Alþingi skipaði mun væntanlega kortleggja og tímasetja mínútu fyrir mínútu hvernig rangar ákvarðanir og vanhæfni á öllum stigum leiddu þessa litlu þjóð fram af hengiflugi. Engin ástæða er til að óttast kattarþvott því alltof margir vita alltof margt nú þegar. Séu tíðindin jafn vond og formaður nefndarinnar hefur varað við þarf ríkisstjórn og Alþingi að gera viðbragðsáætlun. Rík ástæða er til að vara afleiðingum af því að hefðbundin íslensk „umræðuhefð" stjórni uppgjörinu. Smjörklípumeistarar eru tilbúnir, fjölmiðlar veikburða, bloggheimar óáreiðanlegir og þúsund og ein ræða um ICESAVE á Alþingi bendir ekki til að sá fundarsalur nægi. Gæta verður þess að þeir sem hafa hagsmuni af því að draga úr fólki mátt, svipta trú á framtíð Íslands og fæla það frá þátttöku í mótun Nýja Íslands nái ekki að eyðileggja þetta tækifæri til heiðarlegs uppgjörs með því að steypa öllu í rugl. Umræðuvaldið til fólksinsMeginkjarni málsins er þessi: Þótt formlega skili nefndin skýrslu sinni til Alþingis, þá á þjóðin þessa skýrslu. Hún er til þjóðarinnar. Alþingi, sem ber hluta sakarinnar, þarf auðvitað að fara með hana í skipulegan farveg og níu manna nefnd allra flokka sýnist í lagi. Forseti þingsins hefur gert grein fyrir þessari hlið málsins með skýrum hætti. En Alþingi verður að skilja að þjóðin er ekki áhorfandi að uppgjörinu. Viðbragðsáætlun í þá átt sem hér er lýst gæti gagnast: 1) Skýrslan í heild er birt á Netinu samtímis því að hún er afhent Alþingi. Nefndin birtir líka, samtímis, vandaða samantekt um meginniðurstöður sem hvaða meðalmaður getur lesið á hálftíma. Prentuð útgáfa skýrslu og samantektar liggi fyrir á öllum bókasöfnum - strax. Sama dag sýna sjónvarpsstöðvarnar ítarlega heimildarmynd um niðurstöðu skýrslunnar, sem unnin er fyrirfram. Þetta er gert til að almenningur sé á sama rásmarki og spunakerlingar og leiðarasmiðir. 2) Rannsóknarnefndin heldur í kjölfarið opna fundi í 2-4 helstu þéttbýlisstöðum þar sem almenningi gefst kostur á að spyrja beint og milliliðalaust um efni og tilurð skýrslunnar. Frá þessum fundum er auðvitað útvarpað og sjónvarpað. Boðið er upp á símatíma í útvarpi til upplýsingar. Þessir fundir eru vandlega skipulagðir og stýrt af festu. Byrjað í Háskólabíói. Þetta mun gera mikið til að auka trúverðugleika nefndarmanna og færa umræðuna á jafn vitrænt plan og skýrslan gefur tilefni til. 3) Heimasíða skýrslunnar er þannig gerð að almenningur getur kynnt sér samantektina og skýrsluna í heild, og komið á framfæri athugasemdum og ábendingum undir nafni, þannig að aðrir geti skoðað og tekið afstöðu til. Þannig verður til „þjóðfundur" á Netinu. Nauðsynlegt er að málsgreinar skýrslunnar séu tölusettar og hægt að setja inn athugasemdir við hvern tölulið. Á stuttum tíma mun koma í ljós hvort skýrslan fullnægir kröfum að bestu manna yfirsýn, ekki bara þeirra sem nú hafa drögin undir höndum til að gera athugasemdir við. 4) Hugsanlega skilar nefndin fyrst lokadrögum (ekki fullnaðarskýrslu) sem birt eru Alþingi og almenningi samtímis; nefndin kallar eftir athugasemdum. Búast má við að í meira en 1000 bls. skýrslu séu einhverjar yfirsjónir og villur sem auðvelt er að leiðrétta. Þá má líka reikna með að áður óþekktar heimildir komi fram um einstök mál; a.m.k. er rétt að gefa því tækifæri. Þetta er leið til að komast hjá því að smjörklípur taki völdin í umræðunni strax á fyrstu dögum. Að loknu upplýsinga- og umræðuferli ákveður nefndin hvort ástæða sé til að hagga einhverju í skýrslunni, ef ekki, stendur hún sem lokaplagg. 5) Allt undirliggjandi efni er birt, nema sérstakar ástæður varni því, svo sem ríkisleyndarmál eða viðkvæm einkamál. Alþingi mun eftir sem áður ákveða formlega málsmeðferð. Ekki verður stofnaður alþýðudómstóll. Með einhverri aðferð í líkingu við þá sem hér er lýst er bæði upplýsingin og umræðuvaldið færð út til þjóðarinnar. Þar með verður skýrslan hugsanlega sá hreinsunareldur sem þörf er á. Loksins vottaði fyrir því sem hægt er að kalla Nýja Ísland.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar