Worm is Green tilnefndtil bandarískra verðlauna 18. desember 2009 06:00 worm is green Hljómsveitin Worm is Green hefur verið tilnefnd til Independent Music Awards fyrir plötuna Glow. Hljómsveitin Worm is Green frá Akranesi hefur verið tilnefnd til hinna virtu bandarísku tónlistarverðlauna Independent Music Awards fyrir plötu sína Glow sem nýverið kom út. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Þetta hjálpar aðeins við að kynna plötuna,“ segir Bjarni Hannesson úr Worm is Green. Platan er tilnefnd í flokki bestu dans/raf-hljómplatna og verður tilkynnt um sigurvegarann í janúar. Fjórir aðrir flytjendur eru tilnefndir í flokki Worm is Green, þar á meðal Alaska in Winter sem hefur spilað á Airwaves-hátíðinni og Boys Noize, sem hefur endurhljóðblandað lög fyrir Snoop Dogg og Röyksopp. Á meðal tilnefndra sveita í öðrum flokkum eru …and You Will Know Us By The Trail of Death og Ra Ra Riot. Bjarni óttast ekkert samkeppnina í sínum flokki. „Við vorum tilnefndir og eigum því alveg séns. Maður verður að vera bjartsýnn en þetta er fyrst og fremst rosalega mikill heiður að fá tilnefningu.“ Fjölmargir þekktir aðilar úr tónlistarbransanum eru í dómnefnd á Independent Music Awards og þar ber helstan að nefna Tom Waits. Önnur stór nöfn eru Brian „Head“ Welch úr rokksveitinni Korn, Hanson-bræður, Suzanne Vega, Markus Hopus úr Blink 182 og Ken Jordan úr The Chrystal Method. Aðdáendur geta einnig haft sín áhrif því þeir geta gefið hljómsveitum einkunn á Netinu. Sú sem fær hæsta meðaleinkunn fær sérstaka viðurkenningu. Sigurvegarinn fær kynningu á sinni tónlist í heilt ár á vegum IMA sem ætti að hjálpa tónlistarmönnum að komast að með efni sitt í sjónvarpi, kvikmyndum og útvarpi, auk þess sem auðveldara verður að bóka tónleikaferðir. Íslendingar geta stutt við bakið á Worm is Green á síðunni Independentmusicawards.com. Plötuna Glow er hægt að nálgast í stafrænu formi á heimasíðunni Wormisgreen.com. Sveitin er einnig að gefa út röð af stuttskífum sem innihalda endurhljóðblandanir af öllum lögum plötunnar ásamt b-hliðar-lögum. Stuttskífurnar verða níu talsins, ein fyrir hvert lag, og kemur ein út í hverjum mánuði. Stuttskífan The Politician EP er þegar komin út og sú næsta, Hopeful EP, er væntanleg á næstu dögum. freyr@frettabladid.is Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Hljómsveitin Worm is Green frá Akranesi hefur verið tilnefnd til hinna virtu bandarísku tónlistarverðlauna Independent Music Awards fyrir plötu sína Glow sem nýverið kom út. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Þetta hjálpar aðeins við að kynna plötuna,“ segir Bjarni Hannesson úr Worm is Green. Platan er tilnefnd í flokki bestu dans/raf-hljómplatna og verður tilkynnt um sigurvegarann í janúar. Fjórir aðrir flytjendur eru tilnefndir í flokki Worm is Green, þar á meðal Alaska in Winter sem hefur spilað á Airwaves-hátíðinni og Boys Noize, sem hefur endurhljóðblandað lög fyrir Snoop Dogg og Röyksopp. Á meðal tilnefndra sveita í öðrum flokkum eru …and You Will Know Us By The Trail of Death og Ra Ra Riot. Bjarni óttast ekkert samkeppnina í sínum flokki. „Við vorum tilnefndir og eigum því alveg séns. Maður verður að vera bjartsýnn en þetta er fyrst og fremst rosalega mikill heiður að fá tilnefningu.“ Fjölmargir þekktir aðilar úr tónlistarbransanum eru í dómnefnd á Independent Music Awards og þar ber helstan að nefna Tom Waits. Önnur stór nöfn eru Brian „Head“ Welch úr rokksveitinni Korn, Hanson-bræður, Suzanne Vega, Markus Hopus úr Blink 182 og Ken Jordan úr The Chrystal Method. Aðdáendur geta einnig haft sín áhrif því þeir geta gefið hljómsveitum einkunn á Netinu. Sú sem fær hæsta meðaleinkunn fær sérstaka viðurkenningu. Sigurvegarinn fær kynningu á sinni tónlist í heilt ár á vegum IMA sem ætti að hjálpa tónlistarmönnum að komast að með efni sitt í sjónvarpi, kvikmyndum og útvarpi, auk þess sem auðveldara verður að bóka tónleikaferðir. Íslendingar geta stutt við bakið á Worm is Green á síðunni Independentmusicawards.com. Plötuna Glow er hægt að nálgast í stafrænu formi á heimasíðunni Wormisgreen.com. Sveitin er einnig að gefa út röð af stuttskífum sem innihalda endurhljóðblandanir af öllum lögum plötunnar ásamt b-hliðar-lögum. Stuttskífurnar verða níu talsins, ein fyrir hvert lag, og kemur ein út í hverjum mánuði. Stuttskífan The Politician EP er þegar komin út og sú næsta, Hopeful EP, er væntanleg á næstu dögum. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira