Lífið

Umbreyting flutt ytra

leiklist Bernd Ogrodnik brúðumeistari fer víða með sýningar sínar.
leiklist Bernd Ogrodnik brúðumeistari fer víða með sýningar sínar.

Bernd Ogrodnik brúðuleikari er nú farinn í útrás til að svara kalli stjórnvalda um að færa heim dýrmætan gjaldeyri. Bernd er fullbókaður vestra í einar átta vikur, þar sem hann sýnir tvær til þrjár sýningar á dag, bæði í leikhúsum og í skólum um alla vesturströnd Kanada. Síðustu tvær vikur hefur hann verið að sýna í Michael Jay Fox-leikhúsinu í Vancouver, fyrir um 600 börn á hverri sýningu, og viðtökurnar hafa verið hreint frábærar.

Bernd ferðast með valda þætti úr sýningu sinni Umbreytingu - ljóð á hreyfingu, sem hann frumsýndi í Þjóðleikhúsinu við mikið lof en hann var síðast með hana á erlendri grund í febrúar síðastliðnum, þar sem hann sýndi nokkrar sýningar í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn.

Von er á Bernd aftur til hins ylhýra í byrjun desember en þá byrja sýningar á jólaleikritinu um Pönnukökuna hennar Grýlu og eru allar sýningar uppbókaðar fram að jólum. Pönnukakan verður sýnd meðal annars í Landnámssetrinu í Borgar­nesi um helgar og um að gera að sækja sér smá jólastemningu til þeirra í Landnámssetri. - pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.