Risaveldin hafa útkomuna í hendi sér 18. desember 2009 06:00 lítil von Sjá mátti á Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að lítil von var um að það tækist að semja. Lagalega bindandi samningur er í það minnsta úr myndinni. Allt var í járnum á loftslagsráðstefnunni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samningar hafa að mestu náðst, en nokkur atriði standa út af borðinu. Gallinn er að það eru þau atriði sem öllu skipta. Ljóst er að útilokað er að ná lagalega bindandi samningi, eins og vonir höfðu staðið til og stefnt hefur verið að síðan í Balí fyrir tveimur árum. Segja má að þrjár leiðir séu mögulegar varðandi útkomuna. Í fyrsta lagi er möguleiki á að gefin verði út pólitísk viljayfirlýsing. Leiðtogarnir myndu þá lýsa því yfir að þeir stefndu að því að ná þessum sameiginlegu markmiðum. Hún væri ekki bindandi, en enginn þarf að velkjast í vafa um mikilvægi slíkrar yfirlýsingar frá 130 þjóðarleiðtogum. Þetta er leið sem bæði John Kerry og Al Gore hafa talað fyrir. Þeir vonast til að Bandaríkjaþing samþykki tillögur Obama í loftslagsmálum þannig að hendur hans verði ekki eins bundnar á næstu loftslagsráðstefnu í Mexíkó. Annar möguleiki er að samkomulag náist um vinnuferli. Þá myndu ríkin setja tímaplan um viðræður og halda vinnunni áfram sem ekki tókst að ljúka hér. Þriðja leiðin væri sú að ekkert samkomulag næðist. Til slíkrar niðurstöðu mega menn ekki hugsa, enda eru afleiðinga hlýnunar loftslags ljósar og bregðast þarf við þeim strax. Enginn hefur efasemdir um það hér, eða eins og John Kerry orðaði það: Það tekur því ekki að eiga orðastað við fólk sem heldur slíku fram. Loft var lævi blandið í Bella Center í gær. Mismunandi fregnir bárust af viðræðunum á bak við tjöldin. Blaðamannafundirnir voru ekki til að auka bjartsýni; Hillary Clinton gerði lýðnum ljóst að fullkomið gagnsæi af hálfu Kínverja væri skilyrði samninga. Síðar um daginn lýsti He Yafei, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, því í raun yfir, undir hulu fallegra orða, að slíkt gagnsæi og eftirlit með málefnum Kínverja væri skerðing á fullrétti ríkisins. Danski forsætisráðherrann, Lars Løkke Rasmussen, sem stýrir ráðstefnunni nú, tilkynnti rétt fyrir hádegi í gær að aðeins yrði litið á tvo texta: lokaályktun ráðstefnunnar og framhald á Kyoto-bókuninni. Að þeim var unnið fram á kvöld. Menn eru á einu máli að ef stórveldin tvö, Kína og Bandaríkin, vilji svo við hafa muni takast að ná samkomulagi. Hvort það verður ræðst þó trauðla fyrr en Obama mætir á svæðið. Komi hann ekki er það öruggt merki þess að samningar hafi siglt í strand. Takist samkomulag er ekki ólíklegt að menn verði fram á laugardag að ganga frá textanum. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Allt var í járnum á loftslagsráðstefnunni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samningar hafa að mestu náðst, en nokkur atriði standa út af borðinu. Gallinn er að það eru þau atriði sem öllu skipta. Ljóst er að útilokað er að ná lagalega bindandi samningi, eins og vonir höfðu staðið til og stefnt hefur verið að síðan í Balí fyrir tveimur árum. Segja má að þrjár leiðir séu mögulegar varðandi útkomuna. Í fyrsta lagi er möguleiki á að gefin verði út pólitísk viljayfirlýsing. Leiðtogarnir myndu þá lýsa því yfir að þeir stefndu að því að ná þessum sameiginlegu markmiðum. Hún væri ekki bindandi, en enginn þarf að velkjast í vafa um mikilvægi slíkrar yfirlýsingar frá 130 þjóðarleiðtogum. Þetta er leið sem bæði John Kerry og Al Gore hafa talað fyrir. Þeir vonast til að Bandaríkjaþing samþykki tillögur Obama í loftslagsmálum þannig að hendur hans verði ekki eins bundnar á næstu loftslagsráðstefnu í Mexíkó. Annar möguleiki er að samkomulag náist um vinnuferli. Þá myndu ríkin setja tímaplan um viðræður og halda vinnunni áfram sem ekki tókst að ljúka hér. Þriðja leiðin væri sú að ekkert samkomulag næðist. Til slíkrar niðurstöðu mega menn ekki hugsa, enda eru afleiðinga hlýnunar loftslags ljósar og bregðast þarf við þeim strax. Enginn hefur efasemdir um það hér, eða eins og John Kerry orðaði það: Það tekur því ekki að eiga orðastað við fólk sem heldur slíku fram. Loft var lævi blandið í Bella Center í gær. Mismunandi fregnir bárust af viðræðunum á bak við tjöldin. Blaðamannafundirnir voru ekki til að auka bjartsýni; Hillary Clinton gerði lýðnum ljóst að fullkomið gagnsæi af hálfu Kínverja væri skilyrði samninga. Síðar um daginn lýsti He Yafei, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, því í raun yfir, undir hulu fallegra orða, að slíkt gagnsæi og eftirlit með málefnum Kínverja væri skerðing á fullrétti ríkisins. Danski forsætisráðherrann, Lars Løkke Rasmussen, sem stýrir ráðstefnunni nú, tilkynnti rétt fyrir hádegi í gær að aðeins yrði litið á tvo texta: lokaályktun ráðstefnunnar og framhald á Kyoto-bókuninni. Að þeim var unnið fram á kvöld. Menn eru á einu máli að ef stórveldin tvö, Kína og Bandaríkin, vilji svo við hafa muni takast að ná samkomulagi. Hvort það verður ræðst þó trauðla fyrr en Obama mætir á svæðið. Komi hann ekki er það öruggt merki þess að samningar hafi siglt í strand. Takist samkomulag er ekki ólíklegt að menn verði fram á laugardag að ganga frá textanum.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira