Lífið

Partí fyrir framúrskarandi

Ellý Ármanns skrifar
Kraumslistinn var kynntur á miðvikudaginn.
Kraumslistinn var kynntur á miðvikudaginn. Myndir/Óskar Hallgrímsson

Kraumslistinn, sérstök viðurkenning Kraums tónlistarsjóðs til þeirra verka sem þótt hafa framúrskarandi, frumleg og spennandi í íslenskri plötuútgáfu á árinu, var kynntur annað árið í röð í fyrradag.

Athöfnin fór fram í Vonarstræti 4B, sem rýmir Kraum tónlistarsjóð, Auroru hönnunarmiðstöð og Hönnunarmiðstöð Íslands. Myndir sem Óskar Hallgrímsson tók má skoða í myndasafninu.

Kraumslistinn 2009

Í ár hljóta eftirtaldir listamenn viðurkenningu og stuðning fyrir plötur sínar:

Anna Guðný Guðmundsdóttir - Tuttugu tillit til Jesúbarnsins

Bloodgroup - Dry Land

Helgi Hrafn Jónssonon - For the Rest of My Childhood

Hildur Guðnadóttir - Without Sinking

Hjaltalín - Terminal

Morðingjarnir - Flóttinn mikli






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.