Lífið

Jackson grætur í einrúmi

Saknað. Faðir Michaels Jackson tárast þegar hann heyrir lag eftir son sinn.
Saknað. Faðir Michaels Jackson tárast þegar hann heyrir lag eftir son sinn.

Joe Jackson, faðir poppgoðsins Michaels Jackson, sagði í viðtali við tímaritið Extra að sonur hans væri meira virði nú heldur en þegar hann var í lifanda lífi. „Hann er meira virði núna en þegar hann var á lífi. Ég mundi frekar vilja hafa hann hjá mér. Þegar hann var á lífi vildu fjölmiðlar ekki sýna hans innri mann,“ sagði höfuð Jackson-fjölskyldunnar. Hann sagðist þar að auki gráta í hvert sinn sem hann heyrði lag eftir son sinn.

„Enginn mun sjá mig gráta. En þegar ég er einn með sjálfum mér hugsa ég oft um allt það sem við höfum gengið í gegnum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.