Innlent

Inflúensan breiðist út hægar en áður

MYND/AP

Staðfest tilfelli inflúensu A (H1N1) voru alls 2.489 í morgun í 24 ríkjum í heiminum og hafði fjölgað um 272 á síðastliðnum sólarhring samkvæmt upplýsingum Sóttvarnarstofnunar ESB. Í tilkynningu frá Sóttvarnalækni og Almannavarnadeild segir að flest ný staðfest tilfelli séu í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada en þau voru mun mun færri í morgun en í gærmorgun í daglegri skýrslu Sóttvarnarstofnunar ESB.

„Nýjum tilfellum hefur líka fækkað í ríkjum innan ESB og EFTA eins sjá má á súluriti hér fyrir neðan (mynd til vinstri) þar sem unnt er að sjá fjölda staðfestra tilfella í ESB/EFTA-ríkjum frá mánudegi 27. apríl til fimmtudags 7. maí. Súluritið til hægri sýnir glögglega að flestir sem greinast með inflúensuna í ESB/EFTA eru á aldrinum 20-29 ára," segir einnig í tilkynningunni.





Útbreiðsla inflúensunnar 8. maí 2009.

Alþjóðaheilbrigðisvöld halda óbreyttu viðbúnaðarstigi sínu enn um sinn og viðbúnaði hérlendis er haldið áfram á hættustigi.

Þá segir að niðurstöður rannsókna í Bandaríkjunum bendi til að bóluefni gegn hinni árlegu inflúensu veiti ekki vernd gagnvart inflúensu A (H1N1).

Engin tilfelli hafa verið greind hér á landi önnur en hin „venjulega" árstíðabundna inflúensa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×