Lífið

Músefjun flækir sig

Plata með vorinu Múgsefjun á Airwaves í fyrra.Fréttablaðið/arnþór
Plata með vorinu Múgsefjun á Airwaves í fyrra.Fréttablaðið/arnþór

Hljómsveitin Múgsefjun kom firnasterkt inn í fyrra með frumburð sinn, plötuna Skiptar skoðanir. Nú er farið að heyrast nýtt lag með sveitinni, „Lesið í marmarann“, þar sem Spilverks-legur Múgsefjunartónn er sleginn með ógn „ástandslegum“ texta.

„Við erum að spá í að koma með plötu með vorinu,“ segir Brynjar Páll Björnsson, bassaleikari sveitarinnar. „Við erum bara í hálfgerðum dvala núna á meðan við semjum ný lög og tökum þau upp. Við tökum svo eitt og eitt gigg til að halda okkur við spilalega.“

Björn segir tónlist Múgsefjunar vera í sífelldri endurskoðun. „Næsta plata verður ekki eins poppuð og hin, þó nýja lagið gefi það kannski ekki í skyn. Við erum að færast meira inn á rokkbrautir og flækja okkur pínulítið meira en áður. Þetta er bara skemmtileg framþróun, held ég,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.