Enski boltinn

Santa Cruz segir að Robinho vilji fara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robinho í leik með City.
Robinho í leik með City. Nordic Photos / Getty Images

Roque Santa Cruz segir að Brasilíumaðurinn Robinho, samherji sinn hjá Manchester City, vilji fara til Barcelona.

Robinho hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona á undanförnum vikum og mánuðum en forráðamenn City hafa ávallt neitað því að til greina komi að selja hann til Börsunga.

Santa Cruz segir hins vegar Robinho hafi ítrekað tjáð sig um að hann vilji fara aftur til Spánar en hann lék áður með Real Madrid.

„Auðvitað talar hann mikið um þetta," sagði Santa Cruz í samtali við spænska útvarpsstöð. „Leikmennirnir grínast mikið með þetta í búningsklefanum. Það hefur verið mikið fjallað um þetta í enskum fjölmiðlum og Robinho hefur ekki falið þá staðreynd að hann væri til í að spila fyrir Barcelona einn daginn."

Robinho hefur ekki náð sér almennilega á strik með City vegna þrálátra meiðsla en þrátt fyrir það hefur liðinu gengið nokkuð vel í upphafi leiktíðar á Englandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×