Innlent

Pólitískar nornaveiðar innan ASÍ

Siv Friðleifsdóttir
Siv Friðleifsdóttir

Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði félagsmálaráðherra út í mál Vigdísar Hauksdóttur samflokkssystur sinnar á Alþingi í dag. Vígdísi var ekki veitt launalaust leyfi sem hún sótti um þegar hún tók þátt í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Siv benti á að Magnús Norðdal lögfræðingur hjá ASÍ hefði hinsvegar fengið launalaust leyfi þegar hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Siv sagði þetta lykta af pólitískum nornaveiðum og kallaði eftir upplýsingum frá félagsmálaráðherra um málið.

Vigdís hafnaði í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna en í kjölfarið missti hún vinnu sína hjá ASÍ.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra kom upp í pontu og svaraði Siv.

Hún sagðist ekki þekkja umrætt mál fyrir utan að hún hefði séð það í blöðunum í morgun. Hún sagði því erfitt fyrir sig að fjalla um málið en sagðist tilbúin til þess að láta ráðuneytið og jafnréttisstofu skoða málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×