Innlent

Vigdís fékk ekki launalaust leyfi frá ASÍ

Vigdís Hauksdóttir sem situr í fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður segist hafa óskað eftir launalausu leyfi frá störfum hjá Alþýðusambandi Íslands vegna framboðs síns til Alþingis en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafi þá tjáð henni að litið væri á framboðið sem uppsögn af hennar hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vigdísi.

„Mér þótti þetta skjóta skökku við í ljósi þess að Gylfi hafði veitt öðrum starfsmanni launalaust leyfi á meðan hann væri í alþingisframboði fyrir Samfylkinguna jafnframt því sem fjöldamörg fordæmi eru fyrir því að fólk í verkalýðshreyfingunni hafi sinnt pólitískum störfum samhliða störfum hjá hreyfingunni. Fólki sem ég ræddi við eftir símtalið sá að mér var brugðið við þessi tíðindi," segir Vigdís. Hún segir jafnframt að það hafi verið ánægjulegt að starfa fyrir verkalýðshreyfinguna og hún harmi þessi málalok.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag, að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×