Íslenski boltinn

Heiðar Helguson ekki með gegn Skotum - Brynjar Björn tæpur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson er meiddur og verður ekki með á móti Skotlandi.
Heiðar Helguson er meiddur og verður ekki með á móti Skotlandi. Mynd/Stefán

Heiðar Helguson verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Skotum í næstu viku en þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, er ekki búinn að ákveða hvort að hann taki inn nýjan leikmann.

Það ræðst ekki fyrr en á laugardaginn hvort Brynjar Björn Gunnarsson geti spilað Skotaleikinn þar sem að hann tognaði í læri í leik Reading gegn Crystal Palace á sunnudaginn.

Góðu fréttirnar fyrir íslenska landsliðið er að Emil Hallfreðsson, leikmaður ítalska liðsins Reggina, er klár í slaginn en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, ætlar ekki að ákveða það fyrr en um helgina hvort hann taki inn nýjan framherja í staðinn fyrir Heiðar. Aðrir framherjar í hópnum eru Eiður Smári Guðjohnsen, Veigar Páll Gunnarsson og Arnór Smárason.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×