Moody´s segir FIH bankann í alvarlegum vandræðum 26. mars 2009 16:05 Matsfyrirtækið Moody´s segir að FIH bankinn danski sé í alvarlegum vandræðum og að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af framtíð bankans. FIH er nú í eigu íslenska ríkisins eftir að Seðlabankinn tók allsherjarveð í bankanum síðasta haust fyrir 500 milljón evra láni til Kaupþings. Í frétt um málið á business.dk kemur fram að Moody´s segi nú að fjárhagsstyrkur FIH sé aumur og að vandamál bankans séu aðkallandi. Moody´s hefur lækkað lánshæfimat á langtímaskuldbindingar bankans úr A2 niður í Baa3. Þá hafa skammtímaskuldbingar verið lækkaðar úr Prime-1 niður í Prime-3. Þetta segir business.dk að sé mjög merkilegt í ljósi þess að FIH sé með ríkisábyrgð. Jafnframt aðvarar Moody´s um að FIH eigi á hættu að fá einkunina "non-prime". Yrði það í fyrsta sinn í sögunni sem danskur banki fengi slíka einkunn. Meðal þess sem Moody´s leggur til grundvallar mati sínu er að eignarhald á FIH er óljóst eftir að Kaupþing fór í þrot og Seðlabankinn tók yfir hlutafé Kaupþings í bankanum. Það eru fleiri danskir bankar en FIH sem Moody´s hefur áhyggjur af. Lánshæfiseinkunnar hjá Danske Bank, Jyske Bank, Spar Nord og Sydbank voru einnig lækkaðar töluvert. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s segir að FIH bankinn danski sé í alvarlegum vandræðum og að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af framtíð bankans. FIH er nú í eigu íslenska ríkisins eftir að Seðlabankinn tók allsherjarveð í bankanum síðasta haust fyrir 500 milljón evra láni til Kaupþings. Í frétt um málið á business.dk kemur fram að Moody´s segi nú að fjárhagsstyrkur FIH sé aumur og að vandamál bankans séu aðkallandi. Moody´s hefur lækkað lánshæfimat á langtímaskuldbindingar bankans úr A2 niður í Baa3. Þá hafa skammtímaskuldbingar verið lækkaðar úr Prime-1 niður í Prime-3. Þetta segir business.dk að sé mjög merkilegt í ljósi þess að FIH sé með ríkisábyrgð. Jafnframt aðvarar Moody´s um að FIH eigi á hættu að fá einkunina "non-prime". Yrði það í fyrsta sinn í sögunni sem danskur banki fengi slíka einkunn. Meðal þess sem Moody´s leggur til grundvallar mati sínu er að eignarhald á FIH er óljóst eftir að Kaupþing fór í þrot og Seðlabankinn tók yfir hlutafé Kaupþings í bankanum. Það eru fleiri danskir bankar en FIH sem Moody´s hefur áhyggjur af. Lánshæfiseinkunnar hjá Danske Bank, Jyske Bank, Spar Nord og Sydbank voru einnig lækkaðar töluvert.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira