Viðskipti erlent

Fyrrum fasteignasali ráðinn sem norn í fjölskyldugarð

Það var fasteignasalinn fyrrverandi Carole Bonhanan sem hlaut starf sem norn í fjölskyldugarðinum Wookey Hole í Englandi.

Carole, sem notar nornanafnið Carla Calamity, var valin úr 300 umsækjendum sem kepptu um stöðuna að lokum en alls sóttu hátt í 3.000 um starfið í upphafi.

Keppnin var í anda X Factor, að því er segir í frétt um málið í Daily Mail, þar sem keppendur reyndu að heilla dómnefnd með galdrahæfileikum sínum og kunnáttu á kústskaft.

Starfinu fylgja 50.000 pund eða rúmlega 10 milljónir kr. í árslaun og hellir sem nornin hefur til afnota og ábúðar í Wookey Hole.

Wookey Hole er aðalferðamannastaðurinn við Wells í Englandi en þar eru sögufrægir hellar sem tilheyra fjölskyldugarðinum. Á miðöldum voru hellarnir heimkynni Wookey nornarinnar sem ábótinn í Glastonbury lét brenna á báli til að forða íbúum héraðsins frá göldrum hennar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×