Kári Árnason er allur að koma til eftir hnémeiðslin sem hgann var fyrir á æfingu í janúar og hefur sett stefnuna á að vera með Esbjerg á móti Bröndby 5. apríl næstkomandi.
„Ég vonast eftir að ná Bröndby-leiknum eftir tvær vikur en ég mun ræða málið við sjúkraþjálfarann minn. Ég er farinn að sparka aftur í bolta og þá er ekki langt í að maður komist aftur inn á völlinn," sagði Kári í viðtali við heimasíðu Tips-blaðsins í Danmörku.
Kári kom til AGF á láni frá Esbjerg í janúar en hann fylgdi þá þjálfaranum Ove Pedersen sem tók við liði AGF. Meiðslin þýddu það að hann hefur enn ekki náð að spila sinn fyrsta leik með liðinu.