Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, er allt annað en ánægður með frammistöðu Brasilíumannsins Ronaldinho á æfingum ef marka má ítalska blaðið Il Giornale.
Ronaldinho hefur ekki sýnt nema glefsur af snilli sinni síðan hann gekk í raðir Milan frá Barcelona og virðist vera nokkuð latur á æfingum ef marka má orð þjálfarans.
"Leikmenn eins og Ronaldinho byggja leik sinn mikið á hæfileikunum einum saman og halda að það geri gæfumuninn. Í knattspyrnu geta menn hinsvegar ekki glansað leik eftir leik nema þeir æfi vel," er haft eftir Ancelotti í blaðinu.