Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða á Interlagos brautinni í Ástralíu í dag. Hann var 0.4 sekúndum fljótari En Rubens Barrichello á Brawn, en hann var fljótastur þeirra þriggja sem keppa um meistaratitilinn um helgina.
Sebastian Vettel varð þriðji, en Jenson Button sjöundi, en hann hefur forystu í stigakeppni ökumanna þegar tveimur mótum er ólokið. Rigndi á keppendur á æfingunni sem stóð í 90 mínútur og má búast við rigningu alla mótshelgina.
Barrichello er á heimavelli um helgina og stefnir á sigur í baráttunni við liðsfélaga sinn Button um titilinn, en þriðji kandídatinn er svo Vettel.
Ítarlega er sýnt frá æfingum keppnisliða í dag á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 21.00.
Sjá brautarlýsingu og aksturstímanna