Lífið

Jólaplata Dylans komin út

Bob Dylan hefur sungið inn á jólaplötu til styrktar matarlausum í heimalandi sínu.
Bob Dylan hefur sungið inn á jólaplötu til styrktar matarlausum í heimalandi sínu.
Það eru fleiri en Bo sem senda frá sér jólaplötur. Bob Dylan hefur nú haldið í slóð Hauks og Presley og sent frá sér jólaplötu með góðu úrvali af klassískum jólalögum. Christmas in the Heart kallar hann safnið og framleiðir sjálfur. Bandið sem spilar á plötunni er sveitin sem hefur farið með honum um heiminn hin síðari misseri og að auki spilar David Hidalgo á dragspilið af sannri list. Lögin eru mörg góðkunn bandarískum eyrum en gagnrýnendur hafa snúið upp á sig þótt margir hrósi bæði undirleik og textaflutningi meistarans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.