Lífið

Kóngarnir koma fram í Fríkirkjunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tvíeykið leikur lágstemmda tónlist. Mynd/ Jón Örn Guðbjartsson
Tvíeykið leikur lágstemmda tónlist. Mynd/ Jón Örn Guðbjartsson
Norska tvíeykið Kings of Convenience er án efa ein af skrautfjöðrum Iceland Airwaves hátíðarinnar í ár, en það skipa tveir norskir gítarleikarar frá Björgvin.

Kings of Convenience verða með tónleika klukkan tíu í kvöld og voru þeir að stilla saman strengina núna áðan þegar Jón Örn Guðbjartsson átti leið hjá og náði nokkrum myndum af þessum snillingum frá Noregi þar sem þeir láta hljómana flæða yfir kirkjubekkina.

Norska sveitin hefur gefið út fjóra hljómdiska og kom sá síðasti út núna á dögunum og má segja að þetta séu hálfpartinn útgáfutónleikar hjá norsku drengjunum í Fríkirkjunni á eftir.

Norska tvíeykið, sem er skipað þeim Erlend Øye og Eirik Glambek Bøe, leikur lágstemmda tónlist þar sem röddun fær að njóta sín til fullnustu í bland við geðþekka gítarhljóma. Þetta er nokkurskonar bræðingur af þeim sjálfum, Belle & Sebastian, lágstemmdum Bítlum og Simon og Garfunkel.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.