Viðskipti erlent

Hækkun á Asíumörkuðum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun í fyrsta sinn í fimm daga og hækkuðu bréf banka og raftæknifyrirtækja mest.

Bréf þriðja stærsta banka Ástralíu hækkuðu um níu prósent í kjölfar þess að þing landsins samþykkti að veita 28 milljörðum dollara til viðreisnar efnahagslífsins og bréf næststærsta sjónvarpsframleiðanda Kína hækkuðu um 10 prósent.

Ekki gekk þó svo vel hjá Pioneer-raftækjaframleiðandanum sem lækkaði um 19 prósent eftir að í ljós kom að um mettap var að ræða hjá fyrirtækinu eftir síðasta ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×