Innlent

Fjölmiðlar í Brasilíu sýna máli Ragnars mikinn áhuga - myndband

Ragnar Erling Hermannsson
Ragnar Erling Hermannsson

Brasilískir fjölmiðlar fjalla mikið um mál Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var á föstudagskvöldið með tæp sex kíló af kókaíni á Alþjóðaflugvellinum í Recife í Brasilíu. Fíkniefnafundurinn mun vera sá stærsta á árinu á flugvellinum en brasilískur karlmaður sem var á leið í sama flug og Ragnar var tekinn með kíló af kókaíni.

Á fréttum í brasilískum miðlum segir að Ragnar hafi verið handtekinn þar sem hann reyndi að fara um borð í flugvél sem var á leið til Malaga á Spáni en efnin voru falin í fölskum botni á tösku sem hann var með. Í kjölfarið var hann fluttur í einangrun en síðan var hann yfirheyrður vegna málsins.

Í yfirheyrslum yfir Ragnari kom fram að hann hefði komið til Brasilíu þann 10.apríl síðast liðinn en efnin hafði hann nálgast í íbúð sem hann dvaldi í í bænum Fortaleza sem er skammt frá Recife.

Samkvæmt Ragnari átti hann að flytja efnin til Malaga þar sem hann átti að fá 10.000 evrur, um 1,7 milljón króna. Efnin eru frá Kólumbíu.

Hægt er að sjá myndband um málið hér.








Tengdar fréttir

Íslendingur tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu

Tuttugu og fjögurra ára gamall Íslendingur var handtekinn á flugvelli í Brasilíu á leið sinni til Spánar með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í fórum sínum. Fulltrúar alríkislögreglu Brasilíu handtóku piltinn á Alþjóðaflugvellinum í Recife á föstudagskvöldið en hann var þá á leið til Malaga á Spáni. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv en brasilískir fjölmiðlar hafa sagt hann heita Ragnar Hermannsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×