Lífið

Fyrsta sólóplata Jóns Tryggva

Silkimjúk er syndin er fyrsta sólóplata tónlistarmannsins Jóns Tryggva.
Silkimjúk er syndin er fyrsta sólóplata tónlistarmannsins Jóns Tryggva.
Í byrjun nóvember 2009 mun koma út fyrsta sólóplata, „Silkimjúk er syndin", tónlistarmannsins Jóns Tryggva. Um er að ræða 12 lög og 10 texta á íslensku eftir Jón en tvö lög á plötunni samdi Jón við ljóð eftir Davíð Stefánsson og Stein Steinarr.

Jón var svo heppinn að fá liðsauka frábærra tónlistamanna við gerð plötunnar. Óskar Þormarsson barði trommur, Brynjar Páll Björnsson var á bassa og Halldór Smárason sá um að spila á Hammond orgel, Harmonikku, Wurlitzer og 100 ára gamalt og falskt piano, en Jón Tryggvi söng og spilaði á kassa og rafgítar. Einnig söng Unnur Arndísardóttir bakraddir í einu lagi og Önundur Hafsteinn Pálsson var með hristur og slagverk þar sem við átti.

Þetta eru blámakennd þjóðlög sem Jón spilar einn á gítar og syngur yfir í blús, kántrí og rokk.

Útgáfutónleikar munu fara fram um miðjan nóvember 2009 og mun Jón Tryggvi njóta fulltingis ofan nefndrar hljómsveitar auk þess sem Halldór Gunnar Pállsson mun leika á rafgítar. Frekari upplýsingar um stað og tíma þessara tónleika verður sendar þegar nær dregur. Hægt er að heyra nokkur þessara laga á netinu.

www.myspace.com/jontryggvi

www.jontryggvi.bandcamp.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.