Lífið

Hress þrátt fyrir eltihrelli

Ryan Seacrest gefur blindum Idolkeppanda "fimmu" á dögunum.
Ryan Seacrest gefur blindum Idolkeppanda "fimmu" á dögunum.
Ofur kynnirinn Ryan Seacrest virðist vera nokkuð hress þrátt að eltihrellir sem hefur verið að hrella hann upp á síðkastið hafi verið handtekinn í gær. Á twitter síðu sinni í dag er Ryan í góðu skapi, kannski vegna handtökunnar á manninum.

Eltihrellirinn (e. stalker) heitir Chidi Uzomah er 25 ára gamall og situr í varðhaldi hjá lögreglu eftir að grunsemdir féllu á hann í gær. Hann var í raun á skilorði eftir að hafa ráðist á öryggisvörð Seacrest.

Uzomah mætti með hníf á vinnustað Seacrest þar sem hann spurði eftir honum. Kynnirinn var ekki við en hringt var á lögregluna sem handtók manninn.

Réttað verður yfir manninum þann 17.nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.