Jákvæðir bónusar Jón Kaldal skrifar 21. ágúst 2009 06:15 Hugmynd stjórnenda Straums um árangurstengdar greiðslur til starfsmanna bankans hafa vakið upp mikið hneykslunarbál. Menn hafa keppst hver um annan að henda sinni spýtu á köstinn, fullir vandlætingar á tillögunni. Bónushugmyndin er hins vegar langt í frá óskynsamleg á alla kanta. Hvatakerfi eru þekkt á ýmsum sviðum athafnalífsins, til dæmis í sjómennsku svo stuðst sé við hina gömlu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Ef vel fiskast fær öll áhöfnin hærri laun, og stærð hlutarins fer eftir stöðu og ábyrgð hvers og eins. Þetta er gott kerfi því allir græða. Sjómennirnir sem eru uppi í brú, á dekki og kokkurinn í eldhúsinu. Og auðvitað útgerðin líka. Aflaháir og reynslumiklir skipstjórar eru fyrir vikið eftirsóttir og dýrmætir starfskraftar. Vandamálið við hugmynd stjórnenda Straums er að hún var viðruð af röngu fólki á röngum tímapunkti. Ef nýir eigendur bankans, sem eru að stærstum hluta erlendir kröfuhafar en líka íslenskir lífeyrissjóðir, hefðu metið stöðuna sem svo að þeir gætu náð mestu af verðmætum sínum til baka frá Straumi, með því að innleiða launakerfi með bónusum, hefði það tæplegast valdið viðlíka viðbrögðum og stjórnendur bankans hafa mátt reyna á sínu skinni. Það þarf varla nema í meðallagi góða dómgreind til þess að átta sig á að það hljómar hörmulega að sama fólk og var við stjórn þegar bankinn féll, sé höfundar að áætlunum um að það fái tugmilljóna verðlaun fyrir að endurheimta hluta af eigum hans til baka. Þau hörðu viðbrögð sem hugmyndir stjórnenda Straums hafa vakið, gefa tilefni til að rifja upp vangaveltur sem birtust hér á þessum stað fyrir réttum sjö vikum. Þær snúa að uppgjöri annars banka sem skiptir þjóðina töluvert meira máli en Straumur. Samkvæmt frumvarpi um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningnum verður það hlutverk skilanefndar Landsbankans að hámarka virði eigna bankans með því að ráðstafa þeim á sem hagkvæmastan hátt þegar það er talið tímabært, eins og það er orðað. Þetta þýðir að skilanefndin á að selja eignir Landsbankans fyrir hæsta mögulega verð á næstu sjö árum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt verkefni það er. Hver afraksturinn verður mun ráða úrslitum um þær upphæðir sem lenda á þjóðarbúinu vegna Icesave þegar upp er staðið. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig sem fyrst á að þetta er verkefni fyrir fólk sem er þaulvant alþjóðlegum viðskiptum. Það þarf vanan aflaskipstjóra og áhöfn, svo kunnugleg hugtök séu notuð. Því fólki þarf að greiða góð laun og einmitt hafa að auki einhvers konar hvatakerfi sem miðar að því að sem hæst verð fáist fyrir eignirnar. Til dæmis með því að fastsetja að ef hærra verð fæst fyrir þær en tiltekið metnaðarfullt markmið, geti þau, sem starfa við umsýslu og sölu eignanna, uppskorið ríkulega. Mjög auðvelt er að gera sér í hugarlund að þessi lýsing á mögulegri útfærslu nefndar um sölu eigna Landsbankans, hljómi skelfilega í eyrum þorra almennings. Hitt er þó alveg á hreinu að þjóðin hefur ekki efni á öðru en að öllum ráðum verði beitt til að tryggja hæsta mögulega verð fyrir eignir Landsbankans. Tugum milljarða getur munað á því hvernig til tekst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hugmynd stjórnenda Straums um árangurstengdar greiðslur til starfsmanna bankans hafa vakið upp mikið hneykslunarbál. Menn hafa keppst hver um annan að henda sinni spýtu á köstinn, fullir vandlætingar á tillögunni. Bónushugmyndin er hins vegar langt í frá óskynsamleg á alla kanta. Hvatakerfi eru þekkt á ýmsum sviðum athafnalífsins, til dæmis í sjómennsku svo stuðst sé við hina gömlu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Ef vel fiskast fær öll áhöfnin hærri laun, og stærð hlutarins fer eftir stöðu og ábyrgð hvers og eins. Þetta er gott kerfi því allir græða. Sjómennirnir sem eru uppi í brú, á dekki og kokkurinn í eldhúsinu. Og auðvitað útgerðin líka. Aflaháir og reynslumiklir skipstjórar eru fyrir vikið eftirsóttir og dýrmætir starfskraftar. Vandamálið við hugmynd stjórnenda Straums er að hún var viðruð af röngu fólki á röngum tímapunkti. Ef nýir eigendur bankans, sem eru að stærstum hluta erlendir kröfuhafar en líka íslenskir lífeyrissjóðir, hefðu metið stöðuna sem svo að þeir gætu náð mestu af verðmætum sínum til baka frá Straumi, með því að innleiða launakerfi með bónusum, hefði það tæplegast valdið viðlíka viðbrögðum og stjórnendur bankans hafa mátt reyna á sínu skinni. Það þarf varla nema í meðallagi góða dómgreind til þess að átta sig á að það hljómar hörmulega að sama fólk og var við stjórn þegar bankinn féll, sé höfundar að áætlunum um að það fái tugmilljóna verðlaun fyrir að endurheimta hluta af eigum hans til baka. Þau hörðu viðbrögð sem hugmyndir stjórnenda Straums hafa vakið, gefa tilefni til að rifja upp vangaveltur sem birtust hér á þessum stað fyrir réttum sjö vikum. Þær snúa að uppgjöri annars banka sem skiptir þjóðina töluvert meira máli en Straumur. Samkvæmt frumvarpi um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningnum verður það hlutverk skilanefndar Landsbankans að hámarka virði eigna bankans með því að ráðstafa þeim á sem hagkvæmastan hátt þegar það er talið tímabært, eins og það er orðað. Þetta þýðir að skilanefndin á að selja eignir Landsbankans fyrir hæsta mögulega verð á næstu sjö árum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt verkefni það er. Hver afraksturinn verður mun ráða úrslitum um þær upphæðir sem lenda á þjóðarbúinu vegna Icesave þegar upp er staðið. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig sem fyrst á að þetta er verkefni fyrir fólk sem er þaulvant alþjóðlegum viðskiptum. Það þarf vanan aflaskipstjóra og áhöfn, svo kunnugleg hugtök séu notuð. Því fólki þarf að greiða góð laun og einmitt hafa að auki einhvers konar hvatakerfi sem miðar að því að sem hæst verð fáist fyrir eignirnar. Til dæmis með því að fastsetja að ef hærra verð fæst fyrir þær en tiltekið metnaðarfullt markmið, geti þau, sem starfa við umsýslu og sölu eignanna, uppskorið ríkulega. Mjög auðvelt er að gera sér í hugarlund að þessi lýsing á mögulegri útfærslu nefndar um sölu eigna Landsbankans, hljómi skelfilega í eyrum þorra almennings. Hitt er þó alveg á hreinu að þjóðin hefur ekki efni á öðru en að öllum ráðum verði beitt til að tryggja hæsta mögulega verð fyrir eignir Landsbankans. Tugum milljarða getur munað á því hvernig til tekst.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun