Lífið

Farin frá Hollywood

Ekkert frægðartal
Robin Wright er flutt frá Hollywood með börnin sín tvö. Hún segir Hollywood haldið þráhyggju gagnvart frægð.
Ekkert frægðartal Robin Wright er flutt frá Hollywood með börnin sín tvö. Hún segir Hollywood haldið þráhyggju gagnvart frægð.

Robin Wright, fyrrverandi eiginkona Sean Penn, hefur flutt með börnin sín frá Hollywood. Hún segir samfélagið í kvikmyndaborginni ekki vera heilbrigt á nokkurn hátt. „Þetta samfélag er haldið þráhyggju gagnvart frægð og frægu fólki," sagði Wright á blaðamannafundi nýverið en hún sótti um skilnað frá hinum skap­stóra Penn í ágúst síðastliðnum.

Penn segir hjónaleysin Brad Pitt og Angelina Jolie vera víti til varnaðar.

Þau gangi í gegnum helvíti á hverjum einasta degi í baráttu sinni við ljósmyndara sem elti þau og börnin þeirra á röndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.