Lífið

Nærmynd af Dorrit Moussaief

Fjallað verður um Dorrit Moussaief  í Íslandi í dag strax á eftir fréttum á Stöð 2.
Fjallað verður um Dorrit Moussaief í Íslandi í dag strax á eftir fréttum á Stöð 2. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
„Það hafa kannski fáir heyrt um hana, en á heimi hinna forríku og valdamiklu er Dorrit Moussaief afskaplega fræg. Hún er glæsilegur og smart milljarðamæringur og jafn vel á heimavelli í Hvíta húsinu, á Óskarsverðlaununum, Wall Street og Downingstræti 10." Svona lýsir blaðamaður Times forsetafrú Íslands, Dorrit Moussaief.

Dorrit er Íslendingum hinsvegar löngu kunn, enda vafalaust ein litríkasta persóna sem búið hefur á Bessastöðum. Raunar hefur hróður hennar löngu borist út fyrir landsteinana, og nýlega var hún kjörin ein af tíu litríkustu forsetafrúm heims.

En hver er Dorrit, hvaðan kemur hún, og hvað hefur hún gert fyrir Ísland. Við skoðum nærmynd af forsetafrúnni í Íslandi í dag strax á eftir fréttum á Stöð 2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.