Írar munu kjósa Róm fremur en Reykjavík 17. mars 2009 14:50 „Margir stjórnmálaspekingar segja að næsti valkostur Írlands muni verða Róm eða Reykjavík," segir Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands í samtali við Bloomberg-fréttaveituna. „Flestir munu greiða Róm atkvæði sitt." Þetta kom fram í frétt Bloomberg af fyrirhuguðum kosningum um Lisabon-sáttmálann á Írlandi sem áformaðar eru undir lok þessa árs. Með Róm átti Lenihan við að uppruna Evrópusambandsins má rekja til Rómarsamningsins 1957 og með Reykjavík átti hann við þjóð sem stendur ein á báti eftir að efnahagur hennar er hruninn. Sem kunnugt er höfnuðu Írar Lisabon-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu s.l. sumar og settu þar með sáttmálann í salt innan ESB. Endurtekning á atkvæðagreiðslunni kemur á tíma einnar verstu kreppu í sögu Írlands. „Það er vaxandi stuðningur fyrir því að greiða atkvæði með sáttmálanum," segir Lenihan. „Eftir þvi sem kreppan versnar sér almenningur hve Evrópa er mikilvæg fyrir Írland."Í nýlegri skoðanakönnun sem blaðið Irish Independent birti kemur fram að 46% Íra styðja nú Lisabon-sáttmálann en 27% eru á móti. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
„Margir stjórnmálaspekingar segja að næsti valkostur Írlands muni verða Róm eða Reykjavík," segir Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands í samtali við Bloomberg-fréttaveituna. „Flestir munu greiða Róm atkvæði sitt." Þetta kom fram í frétt Bloomberg af fyrirhuguðum kosningum um Lisabon-sáttmálann á Írlandi sem áformaðar eru undir lok þessa árs. Með Róm átti Lenihan við að uppruna Evrópusambandsins má rekja til Rómarsamningsins 1957 og með Reykjavík átti hann við þjóð sem stendur ein á báti eftir að efnahagur hennar er hruninn. Sem kunnugt er höfnuðu Írar Lisabon-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu s.l. sumar og settu þar með sáttmálann í salt innan ESB. Endurtekning á atkvæðagreiðslunni kemur á tíma einnar verstu kreppu í sögu Írlands. „Það er vaxandi stuðningur fyrir því að greiða atkvæði með sáttmálanum," segir Lenihan. „Eftir þvi sem kreppan versnar sér almenningur hve Evrópa er mikilvæg fyrir Írland."Í nýlegri skoðanakönnun sem blaðið Irish Independent birti kemur fram að 46% Íra styðja nú Lisabon-sáttmálann en 27% eru á móti.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira