Fram og FH eigast í dag við í N1-deild karla er næstsíðasta umferð deildarinnar fer fram en allir leikirnir hefjast klukkan 16.00.
Fram og FH eiga í mikilli baráttu um fjórða sæti deildarinnar og það síðasta sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni í vor.
Fram er sem stendur í fjórða sætinu með 21 stig en FH er í því fimmta með átján.
Með sigri í dag tækist FH-ingum því að minnka muninn í eitt stig en Fram á erfiðan leik á útivelli gegn Akureyri í lokaumferðinni. Á sama tíma mætir FH botnliði Víkings á heimavelli.
Akureyri á ekki möguleika á sæti í úrslitakeppninni en á það á hættu að missa Stjörnuna fyrir ofan sig. Það er því ekki ólíklegt að Akureyri þurfi á minnst stigi að halda í lokaumferðinni.
Leik Fram og FH verður lýst beint hér á Vísi.
Leikir dagsins:
Haukar - HK
Valur - Akureyri
Fram - FH
Víkingur - Stjarnan
Síðasta tækifæri FH-inga
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu
Enski boltinn



Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah
Enski boltinn




