Lífið

Tjáir sig loks um árásina

rihanna Söngkonan ætlar að tala um árásina sem átti sér stað í febrúar.
rihanna Söngkonan ætlar að tala um árásina sem átti sér stað í febrúar.
Söngkonan Rihanna ætlar að tjá sig í fyrsta sinn um árás fyrrverandi kærasta síns, Chris Brown, á sig í febrúar. Diane Sawyer hjá sjónvarpsstöðinni ABC ætlar að ræða við söngkonuna og verður viðtalið sýnt í kvöld og á morgun. Í viðtalinu segir hin 21 árs Rihanna að Brown hafi verið fyrsta ástin sín og að fyrst þetta kom fyrir hana þá geti þetta komið fyrir hvern sem er. Einnig ræðir hún um uppvaxtarár sín á Barbados-eyjum, fjölskylduna sína og hvernig henni hefur liðið síðan árásin átti sér stað. Chris Brown var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina og til sex mánaða samfélagsþjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.