Fótbolti

Kaka: Þetta er rétti úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kaka hjá AC Milan.
Kaka hjá AC Milan. Mynd/AFP

Barsilíumaðurinn Kaka hjá ítalska liðinu AC Milan er á því að bæði Manchester United og Barcelona eigi fyllilega skilið að vera komin alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

„Þetta er rétti úrslitaleikurinn. Þessi lið eiga skilið að vera komin svona langt og þetta er úrslitaleikurinn sem allir vildu sjá," sagði Kaka en hann horfði á báða undanúrslitaleikina í sjónvarpinu.

„Manchester United og Barcelona spila besta fótboltann í Evrópu. Katalínubúarnir spila leiftrandi fótbolta á meðan Manchester-liðið er traust og fullt af hæfileikaríkum leikmönnum," sagði Kaka.

Kaka er á því að allra augu verði á Cristiano Ronaldo og Lionel Messi en hann getur ekki gert upp á milli þeirra.

„Hvor er betri? Þeir hafa ólíka hæfileika. Cristiano er sterkari, kraftmeiri og grimmari en Messi er með betra jafnvægi, betri boltatækni og meiri hraða," segir Kaka í þessu viðtali við ítalska blaðið La Repubblica.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×