Handbolti

Haukar eru deildarmeistarar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hanna G. Stefánsdóttir tekur við bikarnum í dag.
Hanna G. Stefánsdóttir tekur við bikarnum í dag. Mynd/Friðrik

Haukar tryggðu sér í dag deildarmeistaratitilinn í N1-deild kvenna með sigri á FH á heimavelli í dag, 33-30.

Haukar eru með tveggja stiga forystu á Stjörnuna þegar ein umferð er eftir en er með betri árangur í innbyrðisviðureignum. Stjarnan vann í dag sigur á HK, 30-17.

Þar sem HK tapaði í dag er Fram öruggt með fjórða sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni. Fram mætir Val í lokaleik næstsíðustu umferð deildarinnar á morgun en Valur er í þriðja sæti.

Haukar munu því mæta Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Í hinni undanúrslitarimmunni mætast Stjarnan og Valur.

Erna Þráinsdóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoruðu níu mörk hvor fyrir Hauka í dag. Hjá FH var Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir markahæst með átta mörk.

Aline Petrache var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk. Þær Brynja Magnúsdóttir og Elva Björk Arnarsdóttir skoruðu fimm mörk hver fyrir HK.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×