Viðskipti erlent

Þýskur milljarðamæringur fyrirfór sér vegna kreppunnar

Adolf Merckle.
Adolf Merckle.

Einn af ríkustu mönnum heims fyrirfór sér í gær og er talið að rekja megi ástæðuna til efnahagskreppunnar.

Hinn 74 ára gamli þýski milljarðarmæringur, Adolf Merckle, varð fyrir lest og segir fjölskylda hans að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Kreppan varð til þess að hann brotnaði saman og tók sitt eigið líf, segir í tilkynningu frá fjölskyldunni.

Samkvæmt Forbes tímaritinu var maðurinn á meðal 100 ríkustu mönnum heims. En í lok ársins 2008 tapaði hann 60 milljörðum íslenskra króna á fjárfestingum í VolksWagen bifreiðaverksmiðjunum.

Frá þessu er sagt í Danmarks Radio.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×