Lífið

Ævisögu Snorra fagnað

Fjöldi þekktra einstaklinga heiðruðu Óskar Guðmundsson með nærveru sinni í Þjóðmenningarhúsi. Þar á meðal þeir Sigurður A. Magnússon rithöfundur, Vésteinn Ólason, fyrrum forstöðumaður Árnastofnunar, og Árni Bergmann rithöfundur. 
Fréttablaðið/Anton
Fjöldi þekktra einstaklinga heiðruðu Óskar Guðmundsson með nærveru sinni í Þjóðmenningarhúsi. Þar á meðal þeir Sigurður A. Magnússon rithöfundur, Vésteinn Ólason, fyrrum forstöðumaður Árnastofnunar, og Árni Bergmann rithöfundur. Fréttablaðið/Anton

Útgáfuhóf vegna ævisögu Snorra Sturlusonar eftir Óskar Guðmundsson var haldið í Þjóðmenningarhúsinu á dögunum. Fjöldi manns fagnaði með höfundinum sem varið hefur löngum tíma í skrif bókarinnar.

Snorri er fyrsta heildstæða ævisagan sem gefin er út um Snorra Sturluson. Rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Óskar Guðmundsson hóf undirbúning að ritun bókarinnar fyrir áratug og hefur varið síðustu þremur árum alfarið í skrifin. Bókin er vegleg og á eflaust eftir að vera vinsæl í jólapökkum landsmanna.

Óskar Guðmundsson, höfundur bókarinnar, og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Halldór Guðmundsson rithöfundur og Dagný Emilsdóttir.


Mörður Árnason íslenskufræðingur og Silja Aðalsteinsdóttir, útgáfustjóri Máls og menningar.
Rithöfundarnir Einar Kárason og Óskar Guðmundsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.