Lífið

Mark Wahlberg leikur í Reykjavík-Rotterdam

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mark Wahlberg til hægri á myndinni.
Mark Wahlberg til hægri á myndinni.
Hollywoodstjarnan Mark Wahlberg mun leika í endurgerð á myndinni Reykjavík-Rotterdam, að því er fullyrt er á vef The Hollywood Reporter. Þar kemur fram að handritshöfundurinn Aaron Guzikowski muni skrifa handritið að enskri útgáfu myndarinnar en Baltasar Kormákur muni leikstýra.

Það voru þeir Arnaldur Indriðason og Óskar Jónasson sem skrifuðu upphaflega handritið að myndinni en hún fjallar um öryggisvörð og sjómann sem á í mestu erfiðleikum með að halda sér réttu megin við lögin.

Baltasar Kormákur framleiddi frumútgáfuna af Reykjavík-Rotterdam og á réttinn af enskri útgáfu myndarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.