Viðskipti erlent

Magasin du Nord opnar netverslun í haust

Danska stórverslunin Magasin du Nord ætlar að opna netverslun í október og að sögn blaðsins Politiken mun markhópurinn einkum verða ungar konur en þær notast mikið við netið í innkaupum sínum í Danmörku.

Magasin er sem kunnugt er nú að 75% í eigu Straums en sá hlutur var áður í eigu Baugs.

Politiken ræðir við Henrik Theil talsmann FIDH, samtaka netverslanna í Danmörkum, sem segir að það sé kominn tími til að Magasin fari á netið. „Magasin er tilneytt til að fara á netið með verslun sína einkum þar sem stærstur hluti viðskiptavina Magasin eru konur og þær nota netið mikið til að versla," segir Theil.

Samkvæmt rannsóknum voru konur 57% þeirra sem notuðu netið til að versla í Danmörku en netverslun þar í landi er ein sú mesta í heiminum á undanförnum árum.

Í fyrstu mun netverslun Magasin einkum vera á sviði búsáhalda og hluta fyrir heimilið en ætlunin er síðan að útvíkka hana yfir aðrar vörur Magasin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×