Innlent

Skerðingin vegur freklega að fjölskyldum í landinu

Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR.
Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR.
VR mótmælir harðlega skerðingu réttinda í fæðingarorlofi og segir hana vega freklega að réttindum fjölskyldna í landinu. Fyrr í dag mótmæltu BSRB og Kvenréttindafélags Íslands fyrirhugaðri skerðingu.

Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, kynnti í ríkisstjórn í fyrradag. Samkvæmt því verða bæturnar aldrei hærri en 75% af launum þess sem tekur fæðingarorlof og er með laun yfir 200 þúsundum í stað 80% áður. Hins vegar verði fæðingarorlofstíminn sá sami og áður

Í ályktun VR segi að markmiðið með lögum um fæðingarorlof hafi verið að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði, tryggja þátttöku beggja foreldra í uppeldi og umönnun barna og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Með breytingum þeim sem gerðar voru síðastliðið sumar var stórlega dregið úr möguleikum karla til töku fæðingarorlofs. VR telur þar meira en nóg að gert."

„VR hefur um árabil unnið markvisst að því að stuðla að jafnrétti kynjanna með ýmsu móti og vill benda á að mikil barátta hefur verið háð til að þessi lög yrðu að veruleika," segir í ályktun VR.


Tengdar fréttir

Árni Páll endurskoði skerðingu á fæðingarorlofi

BSRB krefst þess að sparnaðarkrafa sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hefur boðað að verði lögð á fæðingarorlofssjóð verði endurskoðuð. Kvenréttindafélag Íslands varar við neikvæðum áhrifum fyrirhugaðrar skerðingar á stöðu foreldra á vinnumarkaði, sérstaklega kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×