Sport

Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum fannst látinn á hótelherbergi sínu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Frá bardaga Gatti og Mayweather árið 2005.
Frá bardaga Gatti og Mayweather árið 2005. Nordic photos/AFP

Fyrrum IBF-léttvigtar og WBC-léttveltivigtar heimsmeistarinn í hnefaleikum Arturo Gatti er látinn aðeins 37 ára gamall. Lögreglan í Porto de Galinhas í Brasilíu rannsakar nú orsök dauða kappans en hann fannst látinn á hótelherbergi sínu þar sem hann dvaldi ásamt eiginkonu sinni og eins árs gömlum syni þeirra.

Eiginkonan Amanda Rodrigues er í haldi lögreglu vegna grunns um að hafa komið nálægt dauða Gatti.

Gatti eða þruman eins og hann var stundum kallaður á aðdáendur víða um heim vegna baráttuandans sem einkenndi bardagastíl hans innan hringsins en eftir að hann tapaði WBC-beltinu gegn Floyd Mayweather Jr. árið 2005 fór að halla undan fæti hjá honum.

Gatti tapaði næstu tveimur af þremur bardögum sínum áður en hann lagði hanskana á hilluna árið 2007.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×