Viðskipti erlent

AIG dregur úr bónusgreiðslum

Bandaríska trygginga- og fjárfestingafélagið AIG Investments hefur ákveðið að draga úr bónusgreiðslum til starfsmanna. Greiðslur til lykilstjórnenda verða lækkaðar um 30%. Þetta kemur fram í bréfi sem Edward Liddy, stjórnarformaður AIG, skrifaði Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

AIG hefur átt í miklum erfiðleikum undanfarin misseri. Tryggingarisinn hefur fengið mikla aðstoð frá bandarískum stjórnvöldum sem fer nú með 79.9% eignarhlut í fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×