Íslenski boltinn

Valur Íslandsmeistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Katrín Jónsdóttir lyftir bikarnum á loft.
Katrín Jónsdóttir lyftir bikarnum á loft. Mynd/Stefán
Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 stórsigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild kvenna.

Rakel Logadóttir skoraði fjögur mörk fyrir Val, Kristín Ýr Bjarnadóttir þrjú og Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir og Laufey Ólafsdóttir eitt hver.

Valur er með fimm stiga forystu á næstu lið í deildinni þegar einni umferð er ólokið.

Eins og gefur að skilja var sigur Vals aldrei í hættu og aðeins formsatriði fyrir þær rauðklæddu að vinna sigur og tryggja sér um leið Íslandsmeistaratitilinn.

Valur - Keflavík 10-0

1-0 Rakel Logadóttir (19.)

2-0 Sif Atladóttir (20.)

3-0 Rakel Logadóttir (31.)

4-0 Rakel Logadóttir (41.)

5-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (43.)

6-0 Rakel Logadóttir (57.)

7-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (63.)

8-0 Katrín Jónsdóttir (77.)

9-0 Laufey Ólafsdóttir (82.)

10-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (92.)

Skot (á mark): 36-1 (18-1)

Varin skot: María Björg 1 - Arna Lind 1

Horn: 13-1

Aukaspyrnur fengnar: 3-3

Rangstöður: 6-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×