Lífið

Stelpurnar sigruðu

sigurvegari Gunnur Þórhallsdóttir Von Matern ásamt Ragnari Bragasyni og Silju Hauksdóttir sem voru í dómnefnd.
sigurvegari Gunnur Þórhallsdóttir Von Matern ásamt Ragnari Bragasyni og Silju Hauksdóttir sem voru í dómnefnd.

Stelpur báru sigur úr býtum í öllum flokkum á stuttmynda­hátíð unga fólksins, Ljósvakaljóðum, sem var haldin í Norræna húsinu. Besta stuttmyndin var valin Dinner Is Served eftir Gunni Þórhallsdóttur Von Matern. Myndin er sjö mínútur að lengd og fjallar um fjölskyldu sem fer vægast sagt óhefðbundna leið að því að halda sér fullkominni.

Besta handritið af þeim tuttugu sem tóku þátt í keppninni var Lítil hjálp eftir Höllu Míu Ólafsdóttur. Bestu hugmyndina átti Áslaug Einarsdóttir sem kynnti hugmynd að heimildarmynd um uppistandarahóp kvenna sem eru allar fyrrverandi kærustur frægra uppistandara.

Leikstjórarnir Ragnar Bragason, Silja Hauksdóttir og Ottó Geir Borg voru í dómnefnd fyrir bestu stuttmyndina. Dómnefndina í handritaflokknum skipuðu þau Friðrik Þór Friðriksson, Silja Hauks­dóttir og Bergur Ebbi Benediktsson.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.