Sérsveit lögreglu í skipulögðum glæpum rannsakar JJB Sports 14. október 2009 08:21 Sérsveit á vegum bresku lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi (Serious Organised Crime Agency eða SOCA) er nú að kanna mál fyrrum yfirmanna íþróttavörukeðunnar JJB Sports. Rannsókin beinist meðal annars að Chris Ronnie fyrrum viðskiptafélaga Existu í Bretlandi. Í frétt um málið í Retailweek segir að SOCA sé meðal annars að rannsaka flutning Chris Ronnie á hlutum sínum í JJB Sports yfir í hendur stjórnenda Kaupþings í Bretlandi eftir að bankinn komst undir breskra skilanefnd. Retailweek segir að það veki nokkra undrun að SOCA hafi verið kölluð til við rannsóknina á málefnum JJB Sports því þessi lögreglusveit einbeiti sér yfirleitt að skipulagðri glæpastarfsemi á sviði eiturlyfjasmygls og peningaþvættis. Fyrir utan SOCA er bæði efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, og samkeppniseftirlit landsins að rannsaka JJB Sports og samskipti keðjunnar við aðra slíka eða Sports Direct. Fram kemur í fréttinni að fyrir utan flutning Chris Ronnie á eignarhlutnum til Kaupþings, en þann hlut áttu Ronnie og Exista saman, sé SOCA einnig að rannsaka falsaða risnureikninga, hugsanlegan þjófnað á eigum JJB Sports og leka á upplýsingum úr bókhaldi keðjunnar áður en milliuppgjör var birt í september 2008. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sérsveit á vegum bresku lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi (Serious Organised Crime Agency eða SOCA) er nú að kanna mál fyrrum yfirmanna íþróttavörukeðunnar JJB Sports. Rannsókin beinist meðal annars að Chris Ronnie fyrrum viðskiptafélaga Existu í Bretlandi. Í frétt um málið í Retailweek segir að SOCA sé meðal annars að rannsaka flutning Chris Ronnie á hlutum sínum í JJB Sports yfir í hendur stjórnenda Kaupþings í Bretlandi eftir að bankinn komst undir breskra skilanefnd. Retailweek segir að það veki nokkra undrun að SOCA hafi verið kölluð til við rannsóknina á málefnum JJB Sports því þessi lögreglusveit einbeiti sér yfirleitt að skipulagðri glæpastarfsemi á sviði eiturlyfjasmygls og peningaþvættis. Fyrir utan SOCA er bæði efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, og samkeppniseftirlit landsins að rannsaka JJB Sports og samskipti keðjunnar við aðra slíka eða Sports Direct. Fram kemur í fréttinni að fyrir utan flutning Chris Ronnie á eignarhlutnum til Kaupþings, en þann hlut áttu Ronnie og Exista saman, sé SOCA einnig að rannsaka falsaða risnureikninga, hugsanlegan þjófnað á eigum JJB Sports og leka á upplýsingum úr bókhaldi keðjunnar áður en milliuppgjör var birt í september 2008.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira