Lífið

Breskir popparar Kynnast Íslandi

Take That
Take That
Breskir popparar og poppdívur kunna vel að meta Ísland og íslenskt landslag. Mel C nýtti sér hið íslenska „góðan daginn“ í myndbandi sínu við lagið Never be the Same Again. Nokkrar senur voru teknar upp hér á landi en söngkonan kom aldrei sjálf. Strákahljómsveitargoðin í Take That voru við Reykjanesvita fyrir þremur árum og gerðu myndband við lagið Patience.

Fyrr á þessu ári var síðan breski hjartaknúsarinn James Morrison í sömu erindagjörðum og tók upp nokkrar senur í Vík í Mýrdal, Bláa lóninu og víðar. Til gamans má svo geta að Brian McFadden, einn af upphaflegum meðlimum í Westlife, tók upp myndband hér á Íslandi fyrir allmörgum árum þegar hans sólóferill hófst.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×