Íslenskur athafnamaður í 18 milljarða verkefni í Svíþjóð 14. október 2009 15:25 Arkitektinn Andreas Hermansson ásamt mynd af fyrirhuguðu þorpi. Íslenski athafnamaðurinn Guðjón Halldórsson heldur áfram með 18 milljarða kr. verkefni í suðurhluta Svíþjóðar. Ætlunin er að byggja nýtt þorp við Allarp í suðurhluta landsins, skammt frá Malmö, þar sem 800 til 1.000 manns geta búið. Í frétt um málið á vefsíðunni laholmstidning.se segir að upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þarna yrði byggt þorp fyrir ellilífeyrisþega, 55 ára og eldri, og átti að fjármagna framkvæmdina með íslensku áhættufé. Þær fyrirætlanir fóru út um þúfur í fyrrahaust þegar bankahrunið skall á íslensku þjóðinni. En verkefnið í Allarp lifir enn, þó í breyttu formi sé. Nú er ætlunin að þarna verði blönduð byggð barnafjölskyldna og eldra fólks. Guðjón Halldórsson og viðskiptafélagi hans Thorstein Petersson eiga saman félagið Expendo AB sem stendur að verkefninu ásamt umhverfis- og húsnæðisnefnd Laholms héraðs. Í samtali við laholmstidning.se segir Guðjón að hann og Petersson hafi síðan fengið Kjell Pihl, fyrrum húsameistara sænska ríkisins, í lið með sér. Arkitektinn Andreas Hermansson frá Arkitekthuset Monarken í Stokkhólmi hefur síðan lagt fram fyrstu hönnun að þorpinu. Ætlunin er að byggja þorpið í sex áföngum á næstu níu árum. Ove Bengtson formaður umhverfis- og húsnæðisnefnd Laholms segir að verkefnið sé af hæfilegri stærð fyrir héraðið og að næsta skref í málinu verði að vísa því til skipulagsnefndar. Guðjón Halldórsson segir að reiknað sé með að fyrsti áfangi verkefnisins komist í gagnið á næsta ári en þá á að vinna undirvinnuna fyrir 40 stærri hús, 20 hús fyrir lífeyrisþega, 20 fjölbýlishús og 70 íbúðir sem tengjast þjónustumiðstöð. Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Íslenski athafnamaðurinn Guðjón Halldórsson heldur áfram með 18 milljarða kr. verkefni í suðurhluta Svíþjóðar. Ætlunin er að byggja nýtt þorp við Allarp í suðurhluta landsins, skammt frá Malmö, þar sem 800 til 1.000 manns geta búið. Í frétt um málið á vefsíðunni laholmstidning.se segir að upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þarna yrði byggt þorp fyrir ellilífeyrisþega, 55 ára og eldri, og átti að fjármagna framkvæmdina með íslensku áhættufé. Þær fyrirætlanir fóru út um þúfur í fyrrahaust þegar bankahrunið skall á íslensku þjóðinni. En verkefnið í Allarp lifir enn, þó í breyttu formi sé. Nú er ætlunin að þarna verði blönduð byggð barnafjölskyldna og eldra fólks. Guðjón Halldórsson og viðskiptafélagi hans Thorstein Petersson eiga saman félagið Expendo AB sem stendur að verkefninu ásamt umhverfis- og húsnæðisnefnd Laholms héraðs. Í samtali við laholmstidning.se segir Guðjón að hann og Petersson hafi síðan fengið Kjell Pihl, fyrrum húsameistara sænska ríkisins, í lið með sér. Arkitektinn Andreas Hermansson frá Arkitekthuset Monarken í Stokkhólmi hefur síðan lagt fram fyrstu hönnun að þorpinu. Ætlunin er að byggja þorpið í sex áföngum á næstu níu árum. Ove Bengtson formaður umhverfis- og húsnæðisnefnd Laholms segir að verkefnið sé af hæfilegri stærð fyrir héraðið og að næsta skref í málinu verði að vísa því til skipulagsnefndar. Guðjón Halldórsson segir að reiknað sé með að fyrsti áfangi verkefnisins komist í gagnið á næsta ári en þá á að vinna undirvinnuna fyrir 40 stærri hús, 20 hús fyrir lífeyrisþega, 20 fjölbýlishús og 70 íbúðir sem tengjast þjónustumiðstöð.
Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira