Eftir langt og strangt ferli í að finna næsta Gettu betur-lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hafa þjálfarar liðsins, Ari Guðjónsson og Davíð Örn Jónsson, komist að niðurstöðu.
Lagt var fyrir fjöldann allan af nemendum próf, hvers tilgangur var að finna hið fjölbreyttasta lið. Þeir hæstu voru þar á eftir fengnir í viðtöl og ítarlegri próf.
Niðurstaða þjálfara að því ferli loknu var eftirfarandi:
Andri Þór Ólafsson
Bergur Theódórsson
Ingimundur Guðjónsson
Spennandi verður að sjá liðið spreyta sig í keppninni, en hún byrjar eftir áramót.
Fréttin er skrifuð af fulltrúa FS fyrir Skólalífið á Vísi.
Lífið